• þri. 29. okt. 2024
  • Landslið
  • U17 karla

Riðill U17 karla leikinn á Íslandi

Dagana 30. október til 5. nóvember fer fram hér á landi riðill í undankeppni EM U17 landsliða karla. Í riðlinum ásamt Íslandi eru Spánn, Norður-Makedónía og Eistland og fara allir leikir riðilsins fram á AVIS-velli Þróttar R. í Laugardal.

Allir leikirnir í riðlinum verða jafnframt í beinni útsendingu og opinni dagskrá á KSÍ TV í Sjónvarpi Símans, sem er öllum aðgengilegt og ókeypis sem eru með internettengingu, einungis þarf að skrá notandaaðgang að Sjónvarpi Símans.

Leikmannahópur Íslands

Leikirnir

30.10.2024

  • 13.00 Spánn - Eistland
  • 17.00 Norður Makedónía - Ísland

02.11.2024

  • 13.00 Spánn - Norður Makedónía
  • 17.00 Ísland - Eistland

05.11.2024

  • 13.00 Eistland - Norður Makedónía
  • 17.00 Ísland - Spánn

U17 landslið karla á vef KSÍ

Nýtt skipulag undankeppni og lokakeppni EM U17 karla verður tekið í notkun í haust og er hægt að lesa sér frekar til um það á vef UEFA.

Allt um EM U17 karla á vef UEFA

222 leikir

Fyrir komandi leiki í undankeppni EM U17 landsliða karla hafði U17 karlalið Íslands leikið alls 222 leiki.  Fyrstu leikirnir voru gegn Skotlandi árið 1981 í undankeppni EM 82 þegar liðin mættust heima og heiman, og var heimaleikur Íslands leikinn á Kópavogsvelli. Skotarnir höfðu betur 3-1 og 4-1, en mörk Íslands í leikjunum tveimur skoruðu Hlynur Stefánsson og Stefán Pétursson.