• mán. 28. okt. 2024
  • Landslið
  • A kvenna

Tap í Nashville

A kvenna tapaði 1-3 gegn Bandaríkjunum er liðin mættust í Nashville.

Þetta var seinni vináttuleikur þjóðanna, en sá fyrri endaði einnig með 3-1 sigri Bandaríkjanna.

Íslenska liðið stóð sig frábærlega í kvöld og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom liðinu yfir með glæsilegu marki beint úr hornspyrnu á 31. mínútu leiksins. Þetta var eina mark fyrri hálfleiks og Ísland því 1-0 yfir í hálfleik.

Bandaríkin settu pressu á íslenska liðið í seinni hálfleik sem Ísland stóð sig vel í að verjast. Bandaríska liðinu tókst hins vegar að jafna leikinn þegar um tuttugu mínútur voru eftir og bættu svo við tveimur mörkum undir lok leiksins. Annað 1-3 tap staðreynd, en frammistaðan í báðum leikjum góð.