• mán. 28. okt. 2024
  • Mótamál
  • Besta deildin

Markametið slegið

Enginn leikmaður hefur skorað fleiri mörk á einu tímabili í efstu deild karla en Benóný Breki Andrésson.

Benoný Breki, sem er leikmaður KR, gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk í lokaumferð Bestu deildar karla í ár. Hann skoraði þar með alls 21 mark í deildinni og sló með því markametið í efstu deild karla, met sem hafði staðið allt frá árinu 1978 þegar Skagamaðurinn Pétur Pétursson skoraði 19 mörk fyrir ÍA. Fjórir leikmenn höfðu jafnað markafjölda Péturs og einnig skorað 19 mörk í efstu deild - Guðmundur Torfason fyrir Fram árið 1986, Þórður Guðjónsson fyrir ÍA árið 1993, Tryggvi Guðmundsson fyrir ÍBV árið 1997 og Andri Rúnar Bjarnason fyrir Grindavík árið 2017.

Mynd:  Mummi Lú.