U23 kvenna - Sigur í Finnlandi
U23 lið kvenna vann góðan 1-2 sigur á Finnlandi í vináttuleik þjóðanna.
Bergdís Sveinsdóttir kom íslenska liðinu yfir rétt fyrir hálfleik og staðan því 0-1 fyrir Íslandi í hálfleik. Skömmu fyrir leikslok eða á 82. mínútu bætti Ísabella Sara Tryggvadóttir við öðru marki liðsins. Finnar náðu þó að skora mark á 6. mínútu í uppbótartíma og lokatölur því 1-2 fyrir Íslandi.
Liðin mættust einnig síðasta fimmtudag en sú viðureign endaði með 3-0 tapi íslenska liðsins.