Víkingur R. sigrar í Sambandsdeildinni
Víkingur R. vann 3-1 sigur á heimavelli gegn Cercle Brugge frá Belgíu í annarri umferð deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu.
Gestirnir komust yfir á 16. mínútu en Ari Sigurpálsson jafnaði metin aðeins mínútu síðar. Danijel Dejan Djuric bætti við öðru marki Víkinga á 76. mínútu og það var svo Gunnar Vatnhamar sem innsiglaði 3-1 sigur Víkinga með marki á 84. mínútu.
Víkingur á eftir að mæta FK Borac, FC Noah, Djurgarden og LASK í deildarkeppninni en efstu 8 liðin fara beint í 16-liða úrslit á meðan liðin sem hafna í 9.-24. sæti fara í umspil.
Víkingur R. er fyrsta íslenska liðið til að vinna leik í deildar- eða riðlakeppni í Evrópu.
Næsti leikur Víkings er heimaleikur gegn Borac frá Bosníu og Hersegóvínu 7. nóvember.