• fim. 24. okt. 2024
  • Lög og reglugerðir

Félagaskiptagluggar 2025

Mynd - Mummi Lú

Á fundi stjórnar KSÍ þann 23. október sl. samþykkti stjórn KSÍ fyrirkomulag félagaskiptaglugga (félagaskiptatímabila) fyrir keppnistímabilið 2025. Líkt og árin 2023 og 2024 þá verður gluggum misjafnlega hagað á milli þeirra deilda sem leikmannssamningar (professional) eru heimilir gagnvart þeim deildum sem aðeins áhugaleikmenn (amateur) spila og í mótum yngri flokka. Eftirfarandi fyrirkomulag félagaskiptaglugga var samþykkt fyrir árið 2025:

 

Félagaskiptagluggi efri deilda karla og kvenna 2025

Fyrri gluggi (12 vikur): 5. febrúar til 29. apríl 2025;
- Besta deild karla, Besta deild kvenna, Lengjudeild karla, Lengjudeild kvenna og 2. deild karla.
Sérstakur sumargluggi (2 vikur): 17. júlí til 31. júlí 2025;
- Lengjudeild kvenna og 2. deild karla

Félagaskiptagluggi neðri deilda karla og kvenna 2025

2. deild kvenna, 3. deild karla, 4. deild karla, 5. deild karla og Utandeild karla (ef við á).
Félagaskiptagluggi: 5. febrúar til 31. júlí 2025

Félagaskiptagluggi yngri flokka (ósamningsbundnir leikmenn yngri flokka) 2025
- Gluggi lokar 31. Júlí 2025 og opni við lok mótahalds í yngri aldursflokkum sama ár. 

Frekari upplýsingar um málið má finna í dreifibréfi til félaga um málið