Mótamál rædd á fundi yfirþjálfara
Í vikunni var haldinn fundur með yfirþjálfurum aðildarfélaga KSÍ þar sem meginfundarefnið var mótamál og fyrirkomulag móta í yngri flokkum. Á fundinum, sem haldinn var í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal, voru 25 þátttakendur, þar af fjórir í gegnum fjarfundarbúnað.
Á fundinum voru ýmis atriði til íhugunar og umræðu, m.a. keppnisfyrirkomulag, fjöldi leikja og lengd tímabils. Almennt séð er ánægja með mótafyrirkomulagið í mótum KSÍ. Þó komu fram athugasemdir sem verða skoðaðar og reynt að betrumbæta eins og hægt er og þörf er á.