• mið. 16. okt. 2024
  • Fræðsla

FIFA vinnustofa um stjórnun og stefnumótun

FIFA í samstarfi við KSÍ og ÍTF heldur vinnustofu sem leggur áherslu á að styrkja íslenska knattspyrnu með faglegri rekstrarstjórnun. Vinnustofan, sem er fyrir félög í efstu tveimur deildum karla og kvenna, fer fram 11. og 12. nóvember í höfuðstöðvum KSÍ, frá kl. 09:00 til 16:00 báða dagana.

Lykilatriði vinnustofunnar eru:

  • Rekstraráætlun félaga (operational planning): Aðferðir til að bæta fjármála- og stefnumótun í rekstri félaga.
  • Stjórnun félaga og deilda (Club & League management): Hvernig bætum við stjórnun félaga og aukum samkeppnishæfni deilda?
  • Skipulag félaga (Club Structure): Hvernig félög geta skipulagt sig á skilvirkan hátt til að ná stöðugum vexti og árangri?
  • Goalunit: Kynning á nýstárlegum verkfærum og lausnum til að bæta frammistöðu félaga og auka tekjur vegna leikmannasölu.

Hverju félagi er boðið að senda þrjá fulltrúa - formann, framkvæmdastjóra og yfirmann knattspyrnumála (eða annan viðeigandi fulltrúa). Ef formaður getur ekki mætt er mikilvægt að varaformaður eða annar stjórnandi mæti í hans stað.  KSÍ hvetur öll félög til að nýta þetta tækifæri til að taka þátt í umræðum sem munu móta framtíð íslenskrar knattspyrnu.

Nánari dagskrá verður send út þegar nær dregur. Skráning fer fram á tengli hér að neðan. Skráningarfrestur er til 31.október.

Skráningarhlekkur