U21 karla tekur á móti Litháen
U21 lið karla tekur á móti Litháen í undankeppni EM 25 á Víkingsvelli fimmtudaginn 10. október klukkan 15:00.
Íslenksa liðið situr í þriðja sæti riðilsins með níu stig eftir sex leiki en Litháar eru á botni riðilsins með núll stig. Ásamt Litháen og Íslandi í riðli eru Wales, Tékkland og Danir sem verma toppsætið.
Fyrri viðureign Íslands og Litháen endaði með 0-1 sigri Íslands eftir hörkuspennandi leik.
Næsti leikur íslenska liðsins er jafnframt síðasti leikur riðilsins þar sem liðið mætir Dönum, ytra, þriðjudaginn 15. október klukkan 16:00.
Miðasala er í fullum gangi á tix.is, miða má nálgast hér.
Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.