Fjölgun milli ára
Keppni í Bestu deild kvenna lauk um liðna helgi með hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn milli Vals og Breiðabliks, þar sem Breiðablik hafði betur. Alls mættu 1.625 áhorfendur á leikinn og er það lang mesti áhorfendafjöldinn á leikjum deildarinnar í ár.
Meðalaðsókn að leikjum efri hluta Bestu deildar kvenna var 290 og vitanlega ræður aðsóknin að fyrrnefndum úrslitaleik miklu þar um. Næst best sótti leikur efri hlutans var viðureign Breiðabliks og FH, þar sem 507 manns mættu.
Í neðri hlutanum var besta mætingin á leik Tindastóls og Fylkis, eða 313, og meðalaðsókn á leiki neðri hlutans var 150.
Samanburður 2023 og 2024
2023: Fyrri hluti 18.619 alls, 207 meðaltal
2024: Fyrri hluti 18.814 alls, 209 meðaltal
2023: Neðri hluti 1.230 alls, 205 meðaltal
2024: Neðri hluti 901 alls, 150 meðaltal
2023: Efri hluti 3.772 alls, 251 meðaltal
2024: Efri hluti 4.349 alls, 290 meðaltal
2023: Samanlagt 23.621 alls, 213 meðaltal
2024: Samanlagt 24.064 alls, 217 meðaltal