• lau. 05. okt. 2024
  • Mótamál
  • Besta deildin

Bestar og efnilegastar í Bestu deild kvenna

Mynd - Egill Bjarni Friðjónsson

Í dag, laugardag, fór fram lokaumferðin í Bestu deild kvenna þar sem Breiðablik tók á móti Íslandsmeistaraskildinum eftir hreinan úrslitaleik gegn Val.

Eins og undanfarin ár velja leikmenn í Bestu deildinni besta og efnilegasta leikmann deildarinnar ásamt því að velja besta dómarann.

Besti leikmaður Bestu deildar kvenna árið 2024 er Sandra María Jessen, Þór/KA, en hún átti frábært tímabil, skoraði 22 mörk í 23 leikjum og varð einnig markahæsti leikmaður deildarinnar.

Efnilegasti leikmaður Bestu deildar kvenna árið 2024 er Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir, Breiðablik. Hrafnhildur Ása lék 23 leiki og skoraði í þeim þrjú mörk.

Verðlaun til besta og efnilegasta leikmanns efstu deildar kvenna, „Flugleiðahornin“, voru fyrst afhent 1994. Þá var Katrín Jónsdóttir valin efnilegasti leikmaðurinn og Margrét Ólafsdóttir valin besti leikmaður deildarinnar.

Besti dómari Bestu deildar kvenna árið 2024 er Bergrós Lilja Unudóttir, en Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, afhenti henni verðlaunin á föstudag í höfuðstöðvum KSÍ.