Tap hjá U17 kvenna gegn Póllandi
U17 kvenna tapaði 0-1 gegn Póllandi í fyrstu umferð undankeppni EM 2025.
Um var að ræða annan leik liðsins í riðlinum, en Ísland tapaði 0-2 gegn Skotlandi í fyrsta leiknum. Á mánudag mætir Ísland svo Norður Írlandi í síðasta leik sínum í fyrstu umferðinni, en það lið sem endar í neðsta sæti riðilsins fellur í B deild fyrir seinni umferð undankeppninnar.
Pólland og Skotland eru saman í efsta sæti riðilsins með sex stig en Ísland og Norður Írland reka lestina bæði án stiga.