• fös. 04. okt. 2024
  • Mótamál
  • Fræðsla

Fundur með yfirþjálfurum aðildarfélaga

Fimmtudaginn 17. október næstkomandi verður haldinn fundur með yfirþjálfurum aðildarfélaga KSÍ þar sem fundarefnið er fyrirkomulag móta í yngri flokkum.  KSÍ óskar eftir afstöðu félaganna og yfirþjálfaranna til þess hvort gera eigi breytingar á fyrirkomulagi móta yngri aldursflokka.

Atriði til íhugunar:

  • Hver ætti fjöldi leikja að vera, hvenær á að hefja keppni og hvenær að ljúka keppninni?
  • Er þörf/betra að hafa annað keppnisfyrirkomulag en viðhaft hefur verið undanfarin ár?

Hér að neðan er hlekkur á skráningu og könnun um mótamál sem hvert félag er vinsamlegast beðið um að svara (eitt svar frá hverju félagi), og skila í síðasta lagi sunnudaginn 13.október.

Félög eru hvött til þess að ræða málið vel innan sinna félaga, til að endurspegla afstöðu félagsins, stjórnar, unglingaráða, þjálfara, o.s.frv.

Fundurinn, sem fer fram í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal (3. hæð), hefst kl. 11:00 og gert er ráð fyrir að fundi ljúki eigi síðar en klukkan 13:30. Boðið verður upp á léttan hádegisverð.

Hlekkur á skráningu og könnun

Mynd:  Helgi Halldórs