• mið. 02. okt. 2024
  • Landslið
  • U17 karla

Hefur þú áhuga á landsliðsfótbolta og samskiptum?

Dagana 29. október til 6. nóvember 2024 fer fram hér á landi riðill í undankeppni EM U17 landsliða karla. Ásamt Íslandi eru í riðlinum Eistland, Norður-Makedónía og Spánn. Um er að ræða umfangsmikið verkefni og leitar KSÍ að áhugasömum einstaklingum til að aðstoða við keppnina í ýmsum hlutverkum. Á meðal hlutverka er að vera TLO (Team Liaison Officer) með gestaþjóðunum þremur.

Hvað er TLO?

TLO (Team Liaison Officer) er tengiliður á milli þess liðs sem hann sér um og skipuleggjenda mótsins. Á meðan á mótinu stendur þá þarf TLO að vera til staðar fyrir það lið sem hann er að vinna fyrir.

Hver eru verkefnin?

  • TLO aðstoðar „sitt“ lið við öll dagleg verkefni þess og þarf að vera til staðar fyrir liðið og fulltrúa þess.
  • TLO er til staðar til að tryggja að liðin geti einbeitt sér alfarið að því sem þau þurfa að gera á vellinum án þess að þurfa að hafa áhyggjur af tungumálaörðugleikum, skipulagsmálum mótsins, eða ýmsu öðru.
  • TLO eru tengiliður á milli síns liðs, skipuleggjenda mótsins og annarra, eins og þörf er á.
  • TLO verður að tala og skilja íslensku og ensku, og ekki er verra ef hann talar tungumál þjóðarinnar sem hann er TLO fyrir.
  • TLO þarf að hafa allar nauðsynlegar upplýsingar og gæta þess að allt skipulag á hóteli, æfingasvæði, keppnisvelli, færslu liða milli staða og viðburða, og annað sem til fellur, sé í lagi.

Hefurðu áhuga eða viltu vita meira? Hafðu samband við Hafstein Steinsson (hafsteinn@ksi.is) og við tökum vel á móti þér.