• þri. 01. okt. 2024
  • Fræðsla

KSÍ A Markmannsþjálfaragráða 2024-2025

KSÍ A Markmannsþjálfaragráða mun fara af stað í nóvember. KSÍ A Markmannsþjálfaragráðan samanstendur af þremur helgarnámskeiðum, verkefnavinnu og verklegu prófi.

Fyrsta helgina er 1.-3. nóvember. Önnur helgin er 3.-5. janúar og sú þriðja verður 7.-9. febrúar. Á meðan námskeiðinu stendur vinna þjálfarar saman í hópum, sem endar með verklegu prófi.

Markmannsþjálfarar meistaraflokka hjá félögum í leyfiskerfi KSÍ þurfa, samkvæmt reglugerð KSÍ um menntun þjálfara, að hafa KSÍ A Markmannsþjálfaragráðu

Reglugerð KSÍ um menntun þjálfara


Til að geta sótt um að fara á KSÍ A Markmannsþjálfaragráðu, þá þarf umsækjandi að hafa lokið eftirfarandi þjálfaragráðum og vera með réttindi í gildi:

- KSÍ B/UEFA B þjálfaragráða
- KSÍ B/UEFA B Markmannsþjálfaragráða

KSÍ A Markmannsþjálfaragráða kostar kr. 250.000,-

Umsóknarfrestur er til 23. október 2024. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að fara inn á þessa slóð til að ganga frá umsókn:

Umsókn


Vinsamlegast hafið samband við Dag Svein Dagbjartsson, umsjónarmann þjálfaramenntunar, ef einhverjar spurningar vakna. Dagur er með tölvupóstfangið dagur@ksi.is.