Víkingar leika á Kópavogsvelli
Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) hefur samþykkt og staðfest að heimaleikir Víkings í Sambandsdeildinni í haust fari fram á Kópavogsvelli, að uppfylltum ýmsum skilyrðum um aðstöðumál. Lykilatriði fyrir UEFA er að í samræmi við mótareglur Sambandsdeildarinnar fari allir heimaleikir Víkings fram á sama leikvanginum. Ljóst var að Laugardalsvöllur kom ekki til greina, enda illmögulegt að tryggja að völlurinn verði leikhæfur á leikdögum seint á árinu.
Leikirnir munu fara fram á þeim tímum dagsins þegar dagsbirtu nýtur við. Með þeirri ákvörðun reynist ekki nauðsynlegt að stórbæta flóðlýsingu, með tilheyrandi kostnaði.
Heimaleikir Víkings:
- 24. október kl. 14:30: Víkingur - Cercle Brugge KSV
- 7. nóvember kl. 14:30: Víkingur - FK Borac
- 12. desember kl. 13:00: Víkingur - Djurgården
Allt um Sambandsdeildina á vef UEFA