• mið. 18. sep. 2024
  • Fræðsla

Fjallað um Leiðtogahæfni á KSÍ Pro

Um þessar mundir stunda 17 þjálfarar KSÍ Pro nám.  Á mánudag og þriðjudag í þessari viku voru viðburðir þar sem viðfangsefnið var Leiðtogahæfni

Af þessu tilefni komu hingað til lands Graham Potter, sem hefur meðal annars verið aðalþjálfari Brighton og Chelsea í úrvalsdeild karla á Englandi, og Phil Church frá enska knattspyrnusambandinu, og héldu fyrirlestra um viðfangsefnið.  Phil Church er háttsettur innan enska knattspyrnusambandsins og leiðir þar allt starf sem nýr að menntun og þróun þjálfara í víðu samhengi og á öllum þrepum íþróttarinnar.

Auk þeirra héldu þau Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri, og Katrín Jakobsdóttir, fyrrum forsætisráðherra, erindi um leiðtogahæfni.

KSÍ Pro námskeiðið er u.þ.b. hálfnað en námið í heild tekur um 18 mánuði. Næst á dagskrá hjá hópnum er námsferð í höfuðstöðvar UEFA í nóvember.