Umboðsmannapróf FIFA í nóvember - skráningu lýkur 4. október
Til þess að gerast skráður umboðsmaður hjá FIFA, þarf að standast sérstakt umboðsmannapróf.
Vakin er athygli á því að frestur til þess að skrá sig á annað umboðsmannapróf ársins 2024 rennur út föstudaginn 4. okt og fer prófið fram í höfuðstöðvum KSÍ miðvikudaginn 20. nóvember. Til að skrá sig í prófið þarf að stofna aðgang inn á FIFA kerfi fyrir umboðsmenn og stofna skráningarbeiðni fyrir prófið.
Skrifstofa KSÍ mun innheimta próftökugjald að upphæð kr. 26.500,- sem þarf að greiða áður en próf eru þreytt.
Frekari gögn til skýringa eru aðgengileg inn á skráningarkerfi FIFA, ásamt lesefni fyrir prófið.
Tengiliður hjá KSÍ vegna skráningar umboðsmanna og töku umboðsmannaprófs er Fannar Helgi Rúnarsson (fannar@ksi.is).