Spennandi lokasprettur í 3. deild karla
Það var mikil spenna á toppi og botni 3. deildar karla í ár og örfá stig sem skildu að á báðum endum deildarinnar. Svo fór þó að lokum að Kári frá Akranesi og Víðir Garði fóru upp í 2. deild, en það varð hlutskipti Reykjavíkurliðanna Elliða og Vængja Júpíters að falla í 4. deild.
Kári hafnaði í efsta sæti deildarinnar með 47 stig og þar á eftir kom Víðir með 45, eins og Árbær sem hafnaði í 3. sæti á lakari markatölu.
Aðeins 3 stig skildu að fallsæti Elliða og 6. sæti deildarinnar þar sem Hvíti Riddarinn sat, þannig að það mátti ekki mikið út af bregða til að niðurstaðan hefði verið önnur.