• mán. 16. sep. 2024
  • Mótamál

Spennandi lokasprettur í 3. deild karla

Það var mikil spenna á toppi og botni 3. deildar karla í ár og örfá stig sem skildu að á báðum endum deildarinnar.  Svo fór þó að lokum að Kári frá Akranesi og Víðir Garði fóru upp í 2. deild, en það varð hlutskipti Reykjavíkurliðanna Elliða og Vængja Júpíters að falla í 4. deild.

Kári hafnaði í efsta sæti deildarinnar með 47 stig og þar á eftir kom Víðir með 45, eins og Árbær sem hafnaði í 3. sæti á lakari markatölu. 

Aðeins 3 stig skildu að fallsæti Elliða og 6. sæti deildarinnar þar sem Hvíti Riddarinn sat, þannig að það mátti ekki mikið út af bregða til að niðurstaðan hefði verið önnur.

3. deild karla