Selfoss með yfirburði í 2. deild karla
Selfyssingar höfðu nokkra yfirburði þegar upp var staðið í 2. deild karla og tryggðu sér sæti í Lengjudeild að ári. Lokaumferðin í 2. deildinni fór fram um helgina og keppnin um 2. sætið var í algleymingi þar sem Völsungur, Víkingur Ól. og Þróttur Vogum kepptust um að fylgja Selfossi upp. Að lokum fór það svo að Völsungar tryggðu sér Lengjudeildarsætið með 43 stig en þar á eftir komu Þróttarar og Víkingar með 42 stig. Selfyssingar voru sem fyrr segir efstir með 51 stig.
KF og Reynis S. féllu í 3. deild.