• mán. 16. sep. 2024
  • Mótamál
  • Besta deildin
  • Lengjudeildin

ÍBV í Bestu deild karla 2025

Lokaumferð deildarkeppni Lengjudeildar karla fór fram um helgina.  Að 22 umferðum loknum liggur fyrir að ÍBV hafnar í efsta sæti deildarinnar og leikur því í Bestu deild að nýju sumarið 2025 eftir eins árs stopp í Lengjudeild.  Jafntefli í lokaleiknum, gegn Leikni í Breiðholti, dugði ÍBV þar sem Fjölnir tapaði fyrir Keflavík.

Liðin sem höfnuðu í 2.-5. sæti fara í umspil um sæti í Bestu deild, þar sem mætast annars vegar ÍR og Keflavík, hins vegar Fjölnir og Afturelding.

Grótta og Dalvík/Reynir féllu í 2. deild.

Lengjudeild karla