• mið. 11. sep. 2024
  • Stjórn

Fundað með fulltrúum UEFA

Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ og Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdastjóri KSÍ voru í höfuðstöðvum UEFA í vikunni og funduðu þar með formanni og öðrum fulltrúum Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA).

Ýmsir fletir á samstarfi UEFA við aðildarsamböndin voru til umfjöllunar og meðal þess sem var sérstaklega rætt var stuðningur UEFA við KSÍ og önnur aðildarsambönd í gegnum HatTrick styrkjakerfi UEFA, sem gerir evrópskum knattspyrnusamböndum kleift að sækja um styrki í ýmis verkefni. 

Í UEFA HatTrick eru styrkirnir eyrnamerktir tilteknum verkefnum eða verkefnaflokkum og framlag UEFA skilyrt til notkunar í þau tilteknu verkefni.  Á meðal verkefna sem falla undir UEFA HatTrick eru fræðslu- og útbreiðslumál (dómarar, þjálfarar og annað), grasrótarverkefni, þróun ungra leikmanna, sjálfbærni og samfélagsleg verkefni, heilindamál, stjórnun og stefnumótun, og ýmislegt annað.

Frétt UEFA um fundinn

Allt um UEFA HatTrick