U21 karla mætir Danmörku
U21 lið karla tekur á móti Danmörku í undankeppni EM 2025, föstudaginn 6. september klukkan 15:00
Leikurinn fer fram á Víkingsvelli og er miðasala í fullum gangi á tix.is, miða á leikinn má nálgast hér.
Leikurinn verður í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 sport.
Íslenska liðið er í þriðja sæti riðilsins eftir fjóra leiki með sex stig á meðan Danir tróna á toppnum með 11 stig eftir fimm leiki. Ásamt Íslandi og Danmörku í riðli eru Tékkar, Litháar og Wales en íslenska liðið mætir Wales á Víkingsvelli þriðjudaginn 10. september klukkan 16:30.
Ísland og Danmörk hafa mæst 12 sinnum í þessum aldursflokki, þar hefur Ísland sigrað þrjár viðureignir, Danmörk sigrað fjórar viðureignir og hafa fimm viðureignir endað með jafntefli.