Hærri meðalaðsókn en síðustu tvö ár
Seinni hluti Bestu deildar kvenna hefst um helgina með leikjum í efri hlutanum á föstudagskvöld og laugardag og í neðri hlutanum á sunnudag. Meðalaðsókn að leikjum fyrri hlutans í ár er hærri en síðustu tvö ár.
Heildarfjöldi áhorfenda á leikina í fyrri hlutanum er 18.814 sem þýðir að meðalfjöldi áhorfenda á hverjum leik var 209. Á síðasta ári var meðalaðsóknin 207, en það ár var það fyrsta þar sem Bestu deild kvenna var skipt í fyrri og seinni hluta. Árið 2022 var heildaraðsóknin 17.761 og meðaltal áhorfenda á hverjum leik 197.
Stærsti leikurinn í fyrri hlutanum í ár er viðureign Þróttar og Breiðabliks á AVIS vellinum 20. ágúst síðastliðinn, en á þeim leik voru áhorfendur 867 talsins.
Besta deild kvenna - Fyrri hluti
Eins og fyrr segir tekur nú við seinni hluti mótsins, þar sem liðunum er skipt í efri og neðri hluta. Í efri hluta Bestu deildar kvenna eru sex efstu lið deildarinnar. Í neðri hluta deildarinnar eru fjögur neðstu lið deildarinnar.
Efri hluti Bestu deildar kvenna
Neðri hluti Bestu deildar kvenna