• mið. 21. ágú. 2024
  • Fræðsla

Þjálfun kvenna í knattspyrnu - málþing HKK og KSÍ

Mynd - Mummi Lú

Í tilefni af því að úrslitakeppni Bestu deildar kvenna fer að hefjast standa Hagsmunasamtök Knattspyrnukvenna og KSÍ fyrir málþingi um þjálfun á konum í knattspyrnu, miðvikudaginn 28.ágúst.

Málþingið fer fram í höfuðstöðvum KSÍ – Laugardalsvelli á milli kl. 17:00-19:00. Aðgangur er ókeypis en við biðjum öll sem vilja mæta að skrá í gegnum þennan skráningarhlekk:

Skráningarhlekkur

Umfjöllunarefni málþingsins er þjálfun á knattspyrnukonum með tilliti til frammistöðu og heilsu leikmanna, með áherslu á álagsstýringu, líkamlegar kröfur, meiðsli, svefn, næringu og hugræna getu. Ræddar verða helstu áskoranir í þjálfun kvenna, stöðu rannsókna og mun á milli kynjanna, m.a. með tilliti til tíðahringsins.

Dagskrá málþingsins:

Setning málþings: Sólrún Sigvaldadóttir. KSÍ A, yfirþjálfari yngri flokka Keflavík
Erindi 1: Lára Hafliðadóttir, MSc. íþróttavísindi og þjálfun, KSÍ-B, Fitnessþjálfari: Líkamlegar kröfur og munur á milli kynjanna, tíðahringurinn.
Erindi 2: Sólveig Þórarinsdóttir, Sjúkraþjálfari og doktorsnemi. Algengustu meiðsli og forvarnir.
Erindi 3: Birna Varðardóttir. MSc. íþróttanæringarfræði, doktorsnemi í íþrótta- og heilsufræði. Næring og hlutfallslegur orkuskortur í íþróttum.
Erindi 4: Katrín Ýr Friðgeirsdóttir. MSc. íþróttavísindi og þjálfun, doktorsnemi. Svefn
Erindi 5: Grímur Gunnarsson. Sálfræðingur. Hugræn geta

Viðburðinum verður einnig streymt inni á Facebook síðu Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna og einnig verður upptöku deilt þar eftir viðburðinn.

Þau sem mæta á svæðið fá þrjú endurmenntunarstig á þjálfaragráðum KSÍ/UEFA. Þau sem skrá sig á streymi fá sendar spurningar að málþingi loknu og geta fengið þrjú endurmenntunarstig sömuleiðis, svari þau þeim og sendi svörin til fræðsludeildar. Þau sem hvorki komast á staðinn né geta verið viðstödd streymið, geta óskað eftir því að fá upptöku og spurningar sent til sín með því hafa samband við Dag Svein (dagur@ksi.is) eða Arnar Bill (arnarbill@ksi.is).