• lau. 17. ágú. 2024
  • U17 karla

U17 lið karla mætir Suður-Kóreu

U17 lið karla mætir Suður-Kóreu í sínum þriðja og síðasta leik á Telki Cup sem haldið er í Ungverjalandi klukkan 09:00 laugardaginn 17. ágúst.

Liðið mætti Ítalíu í fyrstu umferð mótsins sem endaði með naumu 4-3 tapi íslenska liðsins. Í öðrum leik mótsins mætti liðið Ungverjum og unnu þar 1-0 sigur. Suður-Kórea vann Ungverja í fyrstu umferð 2-0 og töpuðu 2-0 fyrir í sínum öðrum leik. Ísland og Suður-Kórea eru því jöfn í öðrusæti mótsins með 3 stig hvort. 

 

Leikurinn verður í beinu streymi á youtube-rás ungverska knattspyrnusambandsins sem finna má hér.

 

Mótið á vef KSÍ