Valur Mjólkurbikarmeistari kvenna 2024
Valur varð Mjólkurbikarmeistarar 2024 eftir 2-1 sigur á Breiðablik
Það er hæglega hægt að segja að leikurinn hafi verið leikur tveggja hálfleikja. Fyrri hálfleikur var heldur rólegur og var markalaust í hálfleik. Valskonur komu sterkar inn í seinni hálfleik og sköpuðu sér þó nokkur færi. Það dró fyrst til tíðinda á 65. mínútu þegar Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir kom Valskonum yfir. Á 81. mínútu skoraði Jasmín Erla Ingadóttir og kom Val í 2-0. Á annarri mínútu uppbótartíma skoraði Karitas Tómasdóttir fyrir Breiðablik og lokatölur því 2-1 fyrir Val.
Þetta er 15. bikarmeistaratitill Vals og eiga þær flesta bikarmeistaratitla kvenna.
Áhorfendur beggja liða voru til fyrirmyndar í dag. Þeir voru 1451