• fim. 15. ágú. 2024
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Víkingur lagði Flora Tallinn

Íslands- og bikarmeistarar Víkings unnu 2-1 sigur á Flora Tallinn í seinni leik liðanna í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildar UEFA þegar liðin mættust ytra í kvöld, fimmtudagskvöld.  Fyrri leik liðanna, í Víkinni í síðustu viku, lauk með 1-1- jafntefli, þannig að Víkingar hafa betur samanlagt 3-2.

Úrslitin þýða að Víkingar eru komnir í umspil um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar þar sem þeir mæta UE Santa Coloma frá Andorra. Umspilsleikirnir fara fram 22. og 29. ágúst.

Allt um Sambandsdeildina á vef UEFA