• þri. 13. ágú. 2024
  • U17 karla

U17 karla mætir Ítalíu

U17 lið karla mætir Ítalíu í fyrsta leik liðsins á Telki Cup æfingamótinu í Ungverjalandi klukkan 15:00 í dag, þriðjudaginn 13. ágúst. 
Liðið mætir svo Ungverjalandi næstkomandi fimmtudag og ljúka mótinu með leik gegn Suður-Kóreu á laugardaginn.

 

Ísland og Ítalía hafa spilað 6 leiki í þessum aldursflokki þar sem Ísland hefur unnið 2 leiki, Ítalía hefur unnið 2 leiki og hafa 2 leikir farið jafntefli.

 

Beint streymi má finna hér.

Mótið á vef KSÍ