• þri. 13. ágú. 2024
  • Landslið
  • U17 karla

Tap í sjö marka leik

U17 landslið karla beið í dag lægri hlut 3-4 gegn Ítalíu á Telki Cup, móti sem fram fer í Ungverjalandi. 

Ítalska liðið náði þriggja marka forystu á fyrsta hálftíma leiksins áður en Tómas Óli Kristjánsson minnkaði muninn fyrir hlé.  Íslenska liðið vann sig aftur inn í leikinn og náði að jafna metin með mörkum frá Guðmari Gauta Sævarssyni og Karan Gurung.  Þegar hér var komið við sögu var klukkutími liðinn af leiknum og um hörkuleik að ræða.  Ítalir náðu hins vegar að knýja fram sigur með marki úr vítaspyrnu á lokamínútunum.

Í hinum leik dagsins vann Suður-Kórea 2-0 sigur gegn Ungverjalandi.

Næsti leikur íslenska liðsins í mótinu er á fimmtudag og þá er mótherjinn lið heimamanna í Ungverjalandi.  Leikurinn verður í beinu streymi á Youtube-síðu ungverska knattspyrnusambandsins.

U17 landslið karla