Davíð Ernir ráðinn í samskiptadeild KSÍ
Davíð Ernir Kolbeins hefur verið ráðinn í tímabundið starf í samskiptadeild KSÍ og mun hann starfa við fréttaflutning og efnisvinnslu fyrir miðla KSÍ, auk þess að halda utan um samfélagsleg verkefni og grasrótarverkefni.
KSÍ býður Davíð Erni velkominn til starfa að nýju, en hann starfaði einmitt við afleysingar í samskiptadeild sumarið 2023.