Víkingur mætir Flora á fimmtudag
Víkingur R. er eina íslenska félagsliðið sem komst í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildar UEFA. Þar mæta Víkingar liði Flora Tallinn frá Eistlandi. Fyrri leikurinn er núna á fimmtudaginn í Víkinni og seinni leikurinn viku síðar ytra.
Komist Víkingar áfram úr 3. umferð leika þeir í umspili um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. UEFA hefur þegar dregið í umspilið og er því ljóst hvaða lið geta mæst þar. Víkingar mæta annað hvort UE Santa Coloma frá Andorra eða lettneska liðinu FC RFS. Umspilsleikirnir fara fram 22. og 29. ágúst.