Starf á innanlandssviði KSÍ
Knattspyrnusamband Íslands óskar eftir að ráða starfsmann á innanlandssvið á skrifstofu KSÍ. Meginverkefni eru umsjón með félagaskiptum leikmanna, skráning samninga leikmanna og utanumhald með leikmannalistum. Viðkomandi sinnir einnig ýmsum málum í tengslum við umsýslu móta, auk annarra tilfallandi verkefna.
Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi gott vald á íslensku, ensku og hvers kyns tölvuvinnslu. Þá er æskilegt að umsækjandi hafi góða þekkingu á og brennandi áhuga fyrir knattspyrnu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. október.
Nánari upplýsingar veitir Birkir Sveinsson sviðsstjóri innanlandssviðs KSÍ (510-2900 / birkir@ksi.is).
Umsóknum ásamt sakarvottorði skal skilað með tölvupósti til birkir@ksi.is eigi síðar en 9. ágúst næstkomandi.