2. deild kvenna - Staðfest niðurröðun leikja í A, B og C úrslitum
KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í A, B og C úrslitum í 2. deild kvenna.
Keppni í 2. deild kvenna er leikinn í tveimur hlutum.
Fyrri hluti – Einföld umferð
Í fyrri hluta mótsins er leikin einföld umferð, samtals 12 leikir á hvert félag.
Seinni hluti mótsins – Þrískipt úrslitakeppni
Í seinni hluta mótsins er keppni skipt upp í þrjá hluta.
• Félögin sem enda í 5 efstu sætunum í fyrri hluta mótsins leika saman og keppa um tvö laus sæti í Lengjudeild kvenna.
• Félögin í sætum 6-9 leika saman og keppa um sæti 6-9.
• Félögin í sætum 10-13 leika saman og keppa um sæti 10-13.
• Félögin taka með sér stigin úr fyrri hluta mótsins.
• Leikin er tvöföld umferð í seinni hluta mótsins.
• Félög í sætum 1-5 leika því samtals 20 leiki. Önnur félög leika samtals 18 leiki.