Seinni leikirnir í vikunni
Seinni leikir fjögurra íslenskra félagsliða í 2. umferð Sambandsdeildar UEFA fara fram í vikunni. Breiðablik, Stjarnan, Valur og Víkingur léku öll fyrri leiki sína í umferðinni á heimavöllum sínum á fimmtudag í liðinni viku og mæta nú mótherjum sínum í seinni leikjum á útivelli.
Úrslit fyrri leikjanna voru þannig að Valsmenn gerðu markalaust jafntefli við skoska liðið St. Mirren á N1-vellinum að Hlíðarenda og á Samsung-vellinum í Garðabæ unnu Stjörnumenn 2-1 sigur á eistneska liðinu Paide. Íslands- og bikarmeistarar Víkings töpuðu 0-1 gegn Egnatia frá Albaníu og Breiðablik tapaði 1-2 á Kópavogsvellinum gegn Drita frá Kósovó. Þrátt fyrir misjöfn úrslit í fyrri leikjunum ber lítið á milli og svo sannarlega góðir möguleikar fyrir öll íslensku liðin.
Breiðablik á sinn leik þriðjudaginn 30. júlí, en Stjarnan, Valur og Víkingur leika fimmtudaginn 1. ágúst.