Fjórir Evrópuleikir á fimmtudagskvöldi
Fjögur íslensk félagslið voru í eldlínunni í forkeppni Sambandsdeildar UEFA á fimmtudagskvöld þegar Breiðablik, Stjarnan, Valur og Víkingur léku öll fyrri leiki sína í 2. umferð forkeppninnar, og öll léku þau á heimavelli.
Valsmenn gerðu markalaust jafntefli við skoska liðið St. Mirren á N1-vellinum að Hlíðarenda og á Samsung-vellinum í Garðabæ unnu Stjörnumenn 2-1 sigur á eistneska liðinu Paide. Íslands- og bikarmeistarar Víkings töpuðu 0-1 gegn Egnatia frá Albaníu og Breiðablik tapaði 1-2 á Kópavogsvellinum gegn Drita frá Kósovó.
Seinni leikirnir fara allir fram í næstu viku. Breiðablik á sinn leik þriðjudaginn 30. júlí, en Stjarnan, Valur og Víkingur leika fimmtudaginn 1. ágúst. Þrátt fyrir misjöfn úrslit í fyrri leikjunum ber lítið á milli og svo sannarlega góðir möguleikar fyrir öll íslensku liðin.