• mán. 22. júl. 2024
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Mögulegir mótherjar í 3. umferð Sambandsdeildarinnar

Dregið var í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar í höfuðstöðvum UEFA í dag, mánudag, og þar með liggur fyrir hverjir eru mögulegir mótherjar íslensku liðanna fjögurra í keppninni, komist þau í gegnum 2. umferðina.  

Eins og kunnugt er leika öll íslensku liðin heimaleiki sína í 2. umferð á fimmtudag í þessari viku og útileikina í næstu viku.  Leikdagar og leiktímar í 3. umferð verða tilkynntir á föstudag í þessari viku.

Sigurvegarinn úr viðureign Víkings R. og albanska liðsins KF Egnatia mætir annað hvort Virtus AC 1964 frá San Marínó eða FC Flora Tallinn frá Eistlandi.

Sigurvegarinn úr viðureign Stjörnunnar og eistneska liðsins Paide Linnameeskond mætir annað hvort F91 Diddelang frá Lúxemborg eða BK Häcken frá Svíþjóð.

Sigurvegarinn úr viðureign Vals og skoska liðsins St. Mirren mætir annað hvort Go Ahead Eagles frá Hollandi eða SK Brann frá Noregi.

Sigurvegarinn úr viðureign Breiðabliks og kósovóska liðsins FC Drita mætir annað hvort FK Auda frá Lettlandi eða Cliftonville FC frá Norður-Írlandi.

Allt um Sambandsdeildina á vef UEFA