Leik Fram og Vals frestað
Leik Fram og Vals í Bestu deild karla, sem fara átti fram á Lambhagavellinum mánudaginn 22. júlí, hefur verið frestað vegna erfiðleika með ferðatilhögun Vals frá Albaníu, þar sem liðið lék Evrópuleik í vikunni. Fjölmörg flug hafa verið felld niður síðustu daga vegna kerfisvillu, eins og fjallað hefur verið ítarlega um í ýmsum fjölmiðlum, og Valsmenn hafa ekki farið varhluta af því.
Unnið er að því að finna nýjan leikdag og leiktíma.