Grátlegt tap Víkinga gegn Shamrock
Víkingar töpuðu með grátlegum hætti gegn írska liðinu Shamrock Rovers í forkeppni Meistaradeildar karla.
Fyrri leiknum lauk sem kunnugt er með markalausu jafntefli í Víkinni og hlutirnir litu ekki nægilega vel út þegar heimamenn í Shamrock náðu tveggja marka forystu snemma leiks á Tallaght Stadium. Víkingar unnu sig til baka í leikinn, voru betra liðið á löngum köflum og náðu að minnka muninn. Heimamenn misstu mann af velli með rautt spjald þegar um stundarfjórðungur lifli af leiknum og pressa Víkings jókst.
Seint í uppbótartíma fékk Víkingur vítaspyrnu sem því miður fór forgörðum og írska liðið fer því áfram. Víkingur færist hins vegar í forkeppni Sambandsdeildarinnar.