U19 kvenna - leik aflýst eftir klukkutíma leik
Leik U19 kvenna gegn Svíþjóð var aflýst eftir um klukkutíma leik vegna veðurs.
Það rigndi gríðarlega fyrir leik og á meðan á leik stendur og völlurinn var allur á floti og óleikfær. Svíþjóð hafði komist yfir, en Emelía Óskarsdóttir jafnaði metin.
Liðið lék tvo leiki á þessu æfingamóti í Svíþjóð, tapaði þeim fyrsta 1-2 gegn Noregi og gerði svo 1-1 jafntefli við Svíþjóð.