• lau. 13. júl. 2024
  • Landslið
  • U21 karla

Ólafur Ingi tekur við U21 liði karla

Ólafur Ingi Skúlason hefur verið ráðinn þjálfari U21 landsliðs karla og tekur hann við starfinu af Davíð Snorra Jónassyni, sem var ráðinn aðstoðarþjálfari A landsliðs karla í vor.

Ólafur Ingi, sem lýkur UEFA Pro þjálfaragráðu á haustmánuðum, lék á sínum tíma 36 A landsleiki og skoraði í þeim eitt mark. Á leikmannsferli sínum hefur hann einungis leikið með Fylki hér á landi, en lék erlendis um árabil með liðum eins og Helsingborg, Sonderjyske, Zulte Waregem, Genclerbirligi og Karabukspor.

Ólafur Ingi var ráðinn þjálfari U19 ára landsliðs karla í janúar 2021. Hann náði eftirtektarverðum árangri sem þjálfari þess liðs og komst m.a. með liðið í úrslitakeppni EM 2023.

Ólafur Ingi mun einnig sinna starfi aðstoðarþjálfara í U16/U17 ára landsliðum Íslands. Lúðvík Gunnarsson er þjálfari U16/17 liðanna en mun aðstoða Ólaf Inga í U21.

U21 landslið karla