U19 kvenna mætir Noregi á laugardag
U19 ára landslið kvenna mætir Noregi á laugardag í fyrsta leik sínum á þriggja liða æfingamóti í Svíþjóð.
Leikurinn hefst kl. 11:00 að íslenskum tíma og verður hann í beinni útsendingu á síðu KSÍ í Sjónvarpi Símans.
Noregur vann Svíþjóð 2-0 á fimmtudag í fyrsta leik mótsins, en Ísland mætir svo Svíþjóð á mánudag.