Níu útskrifuðust með KSÍ B Markmannsþjálfaragráðu
Fyrir leik Íslands og Þýskalands á föstudag útskrifaði KSÍ 9 þjálfara með KSÍ B Markmannsþjálfaragráðu. Námskeiðið hófst í október 2023 og lauk formlega með afhendingu diplóma föstudaginn 12. júlí.
Þetta er annar hópurinn sem útskrifast með KSÍ B Markmannsþjálfaragráðu og er heildartala útskrifaðra markmannsþjálfara með þessa gráðu því 18 talsins. KSÍ óskar nýútskrifuðum markmannsþjálfurum innilega til hamingju með áfangann og óskar þeim velfarnaðar.
Eftirtaldir þjálfarar útskrifuðust:
- Andri Magnús Eysteinsson
- Bjarni Þórður Halldórsson
- Björk Björnsdóttir
- Brentton Corey A. Muhammad
- Dagur Óli Davíðsson
- Erin Katrina McLeod
- Gunnar Geir Gunnlaugsson
- Halla Margrét Hinriksdóttir
- Sigurpáll Sören Ingólfsson