Minning: Halldór B. Jónsson
Halldór B. Jónsson, fyrrverandi varaformaður KSÍ, lést þriðjudaginn 9. júlí eftir erfið veikindi. Hann var 75 ára gamall.
Halldór var einnig formaður knattspyrnudeildar Fram til margra ára og vann frábært starf fyrir Fram og íslenska knattspyrnu. Hann var formaður mótanefndar og formaður dómaranefndar til margra ára og gegndi þannig lykilhlutverki í starfi KSÍ. Halldór var sæmdur heiðurskrossi KSÍ, sem er æðsta heiðursmerki sambandsins.
Við minnumst Halldórs og allra þeirra góðu verka sem hann vann fyrir íslenska knattspyrnu. KSÍ minnist fallins félaga með hlýhug og vottar fjölskyldu og aðstandendum samúð.
Hvíldu í friði.
Þorvaldur Örlygsson
Formaður Knattspyrnusambands Íslands.
A landslið kvenna leikur með sorgarbönd í leiknum við Þýskaland á föstudag vegna fráfalls Halldórs.