Íslenskir dómarar í Sambandsdeild Evrópu
Mynd - Mummi Lú
Íslenskir dómarar dæma í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudag.
Helgi Mikael Jónasson dæmir leik FC UNA Strassen gegn KuPS Kupio sem fer fram í Lúxemborg. Honum til aðstoðar verða þeir Gylfi Már Sigurðsson og Egill Guðvarður Guðlaugsson. Viljálmur Alvar Þórarinsson verður fjórði dómari.