U16 kvenna - Ísland mætir Danmörku á fimmtudag
U16 kvenna mætir Danmörku á fimmtudag á Norðurlandamótinu.
Mótið fer fram í Finnlandi, en Ísland tapaði fyrsta leik sínum 0-3 gegn Englandi. Leikurinn á fimmtudag hefst kl. 15:30 að íslenskum tíma.
Þetta er næstsíðasti leikur liðsins á mótinu, en úrslit í leiknum á fimmtudag ráða því um hvaða sæti liðið spilar á sunnudag.