U16 kvenna tapaði fyrsta leik á Norðurlandamótinu
U16 kvenna tapaði 0-3 fyrir Englandi í fyrsta leik sínum á opna Norðurlandamótinu.
England leiddi 1-0 í hálfleik og bætti svo við tveimur mörkum í síðari hálfleik, en íslenska liðið fékk þó ágætis færi til að skora í leiknum.
Síðar í dag kemur í ljós hvaða liði Ísland mætir í næsta leik, en sá leikur fer fram á fimmtudag, 4. júlí.