• mið. 26. jún. 2024
  • Landslið
  • A kvenna

Miðasala á leik Íslands og Þýskalands

Mynd - Mummi Lú

Miðasala á leik Íslands og Þýskalands 12. júlí hefst föstudaginn 28. júní kl. 12:00 á tix.is.

Leikurinn hefst kl. 16:15 og fer hann fram á Laugardalsvelli. Um er að ræða næstsíðasta leik Íslands í undankeppni EM 2025, en Ísland er í öðru sæti þegar tveir leikir eru eftir. Tvö efstu liðin fara áfram beint í lokakeppni EM 2025, en Ísland er með þriggja stiga forskot á Austurríki. Þar sem Ísland er með betri árangur en Austurríki í innbyrðis viðureignum þá nægir Íslandi þrjú stig í síðustu tveimur leikjunum, en liðið mætir Póllandi þriðjudaginn 16. júlí. Á sama tíma þarf Austurríki að minnsta kosti fjögur stig úr síðustu tveimur leikjum sínum.

Það er því til mikils að vinna fyrir íslenska liðið og er möguleiki á því að það tryggi sér sæti á EM 2025 á Laugardalsvelli 12. júlí.

Verð fyrir miða á leikinn er frá 1.750 krónum, en 50% afsláttur er fyrir 16 ára og yngri.

Fjölmennum á völlinn og styðjum liðið til sigurs!

Kaupa miða á Ísland - Þýskaland