Lukkukrakkar á Ísland - Þýskaland
Mynd - Mummi Lú
Á leik A landsliðs kvenna gegn Þýskalandi, sem fram fer á Laugardalsvelli þann 12. júlí klukkan 16:15, geta öll börn sem vilja sóst eftir því að vera lukkukrakkar. Hlutverk lukkukrakka er að leiða leikmenn beggja liða inn á völlinn og standa með þeim á meðan þjóðsöngvar eru spilaðir.
Lukkukrakkar munu klæðast keppnisbúningi (treyju, stuttbuxum og sokkum) sem hægt verður að kaupa á kostnaðarverði (19.900 krónur).
Kaupa þarf miða fyrir foreldri/forráðamann lukkukrakka á leikinn. Miðaverð í því svæði sem úthlutað er fyrir lukkukrakka er 2.450 krónur fyrir fullorðna og 1.225 krónur fyrir börn (16 ára og yngri).
Annað sem þarf að hafa í huga við skráningu lukkukrakka:
- Mikilvægt er að börnin séu komin 45 mínútum fyrir áætlaðan leiktíma fyrir framan S-inngang á Laugardalsvelli
- Lukkukrakki má ekki vera hærri en 140cm og miðað er við börn á aldrinum 6-10 ára
- E-miði (fyrir lukkukrakka og fylgdarmann) verður sendur á netfang sem gefið er upp í skráningarforminu.
- Lukkukrakkar eiga að vera í strigaskóm þegar þau ganga inn á völlinn - alls ekki í takkaskóm
- Foreldri/forráðamaður sem fylgir lukkukrakka aðstoðar við að klæða í búning
- Foreldri/forráðamaður fer upp í stúku þar sem hægt er að horfa á inngönguna fyrir leikinn
- Lukkukrökkum er fylgt upp í stúku eftir athöfnina
- Opið verður fyrir skráningar út miðvikudaginn 3. júlí, í framhaldinu verða lukkukrakkar dregnir út og haft samband við forráðamenn.