• fim. 20. jún. 2024
  • Mjólkurbikarinn
  • Mótamál

Dregið í 16-liða úrslit fótbolti.net bikarsins á föstudag

Mynd - Helgi Halldórsson

Ljóst er hvaða 16 lið verða í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit fótbolti.net bikarsins á föstudag. Drátturinn hefst kl. 12:00 og verður hann í beinni útsendingu á síðu KSÍ hjá Sjónvarpi Símans.

32-liða úrslit keppninnar kláruðust á miðvikudag, en nýtt lið mun hampa bikarnum í lok hennar þar sem Víðir tapaði 1-3 gegn Haukum. Úrslitaleikurinn mun fara fram föstudaginn 27. september á Laugardalsvelli.

Liðin í pottinum

2. deild karla

KFA

KF

Völsungur

KFG

Haukar

Selfoss

Víkingur Ó.

3. deild karla

Kári

Vængir Júpíters

Augnablik

Árbær

Magni

KFK

4. deild karla

Tindastóll

KH

Ýmir